Upplýsingar um húsnæðið
19 skrifstofur
2 fundarherbergi
2x2 salerni
*Aðgangur að kaffistofu
Um er að ræða mjög vandað skrifstofuhúsnæði. Komið er inn um lyftu eða stigagang upp á þriðju hæð. Aðstaða er fyrir móttökustarfsmann við inngang. Skrifstofur eru beggja megin við tvo ganga sem liggja eftir allri hæðinni. Aðgangur að tveimur mjög vel búnum fundarherbergjum og sameiginlegri kaffistofu fylgir leigunni. Bílastæði eru Barkarvogsmegin þar sem gengið er inn.